Dæmi um viðsnúið þakkerfi

Stutt kynning á útfærslu á viðsnúnu þakkerfi
October 31, 2024
Deila frétt

Vegna fjölda fyrirspurna ákváðum við að taka mynd af sýningargripnum okkar sem sýnir viðsnúið þakkerfi og setja inn á myndina útskýringar á því sem fyrir augu ber. Hér er semsagt ein útfærsla á svokölluðu viðsnúnu þakkerfi.

Til að byrja með höfum við steypta þakplötu sem er meðhöndluð með Polyprimer HP 45 Professional hraðþornandi tjörugrunni. Grunnurinn eykur viðloðun steyptu plötunnar og svo tjörupappans sem kemur næst. Undirlagið er í þessu tilviki 2 lög af Polyglass Elastoflex S6 P undirpappi sem er bræddur á en einnig er hægt að nota Polyglass Elastoflex SA P sjálflímandi undirpappa.

ATH að allir kantar og annað sem sólin skín á þarf að verja með yfirpappa.

Ofan á pappann er svo lagður Polyglass Polyfond kit drain undirlags- og frárennslisdúkur sem hefur þann tilgang að hámarka afrennsli og loftun. Ofan á dúkinn er svo lögð XPS einangrun og þar ofan á Polyglass Polydren jarðvegsdúkur. Ofan á dúkinn er svo lagt farg, yfirleitt hellur eða möl.

Ef það á að nota gróður sem farg þá er útfærslan á þessu aðeins önnur. En sérfræðingar okkar eru alltaf til taks til að gefa góð ráð við val á þakkerfi sem hentar þér og þínum þörfum. Kíktu við í Drangahraun 4, 220 Hafnarfirði eða sendu okkur línu á thakefnasala@thakefnasala.is og hefjum samtalið.