Af hverju hituð niðurföll?
Stutta svarið? Við búum á Íslandi. Við gætum eiginlega bara látið staðar numið hér en svona til að lengja þetta aðeins þá skulum við skoða það nánar. Við þekkjum það eflaust flest að hér á landi gerist það ítrekað að við fáum allar árstíðirnar á einum degi. Eins og þessi fræga setning segir “welcome to Iceland, if you don’t like the weather, wait 5 minutes”. Á veturna þegar stillt er í veðri og heiðskýrt þá er oft fimbulkuldi á kvöldin og nóttunni en svo hitar sólin yfir daginn. Það myndast klaki á nóttunni sem síðan bráðnar yfir daginn. Það hefur alveg gerst að á einni viku t.d. hafi verið mikill kuldi, svo þykknar upp, hlýnar aðeins og snjóar mikið. Snjórinn hleðst upp en svo birtir til, kólnar, snjórinn frýs, verður harður og mögulega lokar niðurföllum sem ekki eru hituð. Svo snarhlýnar og fer að rigna. Snjórinn bráðnar en niðurfallið er ennþá lokað, vatnið kemst ekkert og situr eftir á þakinu. Svo frystir aftur og klakinn er orðinn vel þykkur. Svo snjóar og svo rignir,o.s.frv. Þið sjáið hvert við erum að fara með þetta.
Kosturinn við hituð niðurföll er að það dregur úr líkum á að snjór eða klaki loki niðurfallinu og hindri vatn í að komast af þakinu eða hvar sem niðurfallið er staðsett. Hituðu niðurföllin sem við erum með til sölu eru frá fyrirtækinu Italprofili. Þau eru úr efni sem er bæði hitaþolið og þolir útfjólubláa geisla. Þau eru einstaklega hentug til notkunar með ábræddum þakpappa. Hitalementið í niðurföllunum er 220V og 14W og við eigum til á lager bæði 75mm og 110mm stærðir.
Að því sögðu þá eigum við alls konar mismunandi þakefni á lager. Tjörupappa, festingar, hituð niðurföll og venjuleg, einangraðar lofttúður og venjulegar, tjörugrunn, einangrun, verkfæri og þéttiefni. Vörusíðan okkar er nokkuð einföld í notkun en það er líka opið hjá okkur að Drangahrauni 4 Hafnarfirði alla virka daga frá 7:30 - 17:00. Alltaf heitt á könnunni, alltaf hlýtt og gott og við tökum alltaf vel á móti þér.