Vor í lofti - nýjar vörur á leiðinni

Það er heldur betur búið að vera brjálað að gera það sem af er apríl og greinilegt að það er vor í lofti. Í síðustu viku fengum við risasendingu af XPS einangrun í mismunandi þykktum. Nú eigum við á lager 50mm, 80mm, 100mm og 120mm XPS einangrun.
Við hentum líka í stóra pöntun frá Polyglass og þar má finna nýjar vörur sem við höfum ekki boðið upp á áður. Nyju vörurnar eru þessar:
Polylastic (fáum þrjá liti, svartan, hvítan og gráan en hægt er að sérpanta fullt af öðrum litum)
Polylastic er "dúkur í dós" til að einfalda málin. Vatnsheld málning sem hægt er að nota á alls kyns yfirborð m.a. málm, tjörupappa og steypu.
Silvertek er öndunardúkur frá Polyglass með áföstum límborðum.
Butylstrip er butyl teip með álfilmu. Fáum í 50 og 100mm breidd.
Svo fáum við áfyllingu af vinsælasta tjörupappanum okkar, niðurföllum og lofttúðum. Svo við erum að verða tilbúin í vorið/sumarið og búin að birgja okkur vel upp fyrir komandi átök. Kíktu við til okkar á Drangahraun 4 (gengið inn Skútahraunsmegin), skoðaðu úrvalið og fáðu ráðgjöf um þakefni. Alltaf heitt á könnunni!