Einangrun er komin á lager
Vorum að fylla á lagerinn af bæði XPS og PIReX einangrun
Við vorum að klára að tæma nokkra gáma af einangrun, bæði XPS og PIReX. Nú er nóg til á lagernum af þeim þykktum sem við bjóðum upp á. XPS einangrunin sem við bjóðum upp á er með ífræstum rásum sem auðvelda rennsli á vatni eftir yfirborðinu.
PIReX einangrunin er með álþynnu beggja megin og býður upp á ótrúlega mikla og góða einangrun. Við erum fullviss um að við bjóðum upp á ótrúlega hagstæð verð á XPS og PIReX einangrun. Heyrðu í sölumönnum okkar, þeim Halldóri og Stjána, og fáðu tilboð í þitt verk.
Svo er alltaf heitt á könnunni að Drangahrauni 4 (gengið inn Skútahraunsmegin) og hjá okkur starfa fagmenn í bransanum sem gefa góð ráð um allt sem viðkemur þakinu þínu.