Gleðilegt ár!
Þvílíkt ár sem við erum búin að eiga! Erum ótrúlega þakklát ykkur öllum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. Árið 2024 er þriðja árið okkar í rekstri og jafnframt það stærsta á allan hátt. Á þessu ári bættum við 28 vörum við vöruúrvalið okkar og á komandi ári eru markmiðin okkar þau að halda áfram að finna gæðavörur á góðu verði til að bæta við vöruúrvalið okkar. Við stefnum á að veita enn betri þjónustu og halda áfram að bjóða einungis upp á gæða vörur frá traustum framleiðendum á besta mögulega verðinu.
Enn og aftur okkar bestu þakkir fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða. Við hlökkum til að taka á móti ykkur í verslun okkar að Drangahrauni 4 (gengið inn Skútahraunsmegin) í Hafnarfirði. Opið alla virka daga frá 7:30 - 17:00 og alltaf heitt á könnunni.
Gleðilegt ár og farsælt komandi ár!
Starfsfólk Þakefnasölu Íslands