Ný sending - Nýjar vörur

Ný sending af niðurföllum og lofttúðum lent! XPS sending á leiðinni.
March 18, 2025
Deila frétt

Nú erum við í óða önn að taka upp nýja sendingu frá Polyglass. Stór hluti sendingarinnar fór beint í næsta flutningabíl og keyrt norður í land. Það sem eftir situr hjá okkur erum við að taka upp, ganga frá og setja inn í kerfið hjá okkur. Við vorum að fylla á lagerinn af niðurföllum og lofttúðum fyrir sumarið og fengum tvær nýjarstærðir af niðurföllum.

Nýju stærðirnar eru á 90° niðurfallinu sem áður fyrr var eingöngu til í 75 Ø en fæst nú einnig í 100 og 110 Ø.

Í þessari sendingu kom líka 100mm XPS einangrun og í þessari viku kemur sending af 80, 100 og 120mm.

Við notum samfélagsmiðlana okkar, Facebook og Instagram, mikið til að tilkynna um nýjar vörur, vörur á tilboði og þess háttar. Endilega fylgið okkur á samfélagsmiðlum :)

Svo þarf vart að taka það fram að það er ALLTAF heitt á könnunni í Drangahrauni 4 og yfirleitt sölumenn í góðu skapi (fer samt eftir úrslitum í enska). Kíkið á okkur, skoðið úrvalið og fáið góð ráð.