Tölum um veðrið

Geggjuð veðurspá framundan!
March 10, 2025
Deila frétt

Veðurspáin fyrir vikuna er vægast sagt góð og því allar líkur á að þakframkvæmdir fari á fullt. Við eigum til á lager flestar gerðir af þakpappa en eina tegundin (rótþolinn) sem er uppseld er á leiðinni. Við eigum bæði XPS og PIR einangrun á lager og jarðvegsdúk en takkadúkurinn er uppseldur en á leiðinni og verður kominn fyrir lok mars. Lofttúður í stærð 110mm eru uppseldar en líka á leiðinni ásamt 80, 100 og 120mm XPS einangrun.

Það styttist óðum í vorið og við erum, eins og sjá má, á fullu að fylla á lagerinn fyrir vorverkin. Við hvetjum ykkur til að hafa samband, leita tilboða og panta fyrir verkin ykkar sem fyrst svo hægt sé að ganga úr skugga um að það verði engar tafir á afhendingu. Í verslun okkar að Drangahrauni 4 í Hafnarfirði (gengið inn Skútahraunsmegin) er alltaf heitt á könnunni og sölumenn okkar veita faglega ráðgjöf um allt sem viðkemur þakframvkæmdum, fluguveiði og golfi. Þú kemur ekki að tómum kofanum hér ;)