Ný sending af verkfærum
Ný sending af verkfærum að lenda hjá okkur.
Vorum að enda við að taka upp glænýja sendingu af verkfærum, þar á meðal eitt nýtt tól sem sérstaklega er ætlað til að vinna í kverkum. Við köllum það "Þrýstihjól fyrir kverkar". Einnig fengum við áfyllingar á töskum fyrir brennarasett, fleiri brennarasett og slatta af rúllugrindum fyrir tjörupappa (sem hefur ekki fengist undanfarið).
Nú eigum við orðið öll verkfæri til á lager og bjóðum alla velkomna til okkar í búðina að Drangahrauni 4. Alltaf heitt á könnunni. Einnig er hægt að senda okkur pöntun og við göngum frá sendingum hvert á land sem er.