Ný vara – festingar sérstaklega fyrir yleiningar
Við stækkum vöruúrvalið af þakefnum enn meir og bætum í úrvalið af sérvörum. Vorum að fá í hús frá Eurofast samsetta sjálfborandi skrúfu ásamt skinnu sem sérstaklega er ætluð fyrir yleiningar (e. sandwich panels).
Skrúfan er 32mm og Ø 6.7mm með PH3 haus og þrýstiskinnan er Ø51mm. Skrúfan eru eins og áður segir sérstaklega ætluð til að festa þakpappa við yleiningar. Einföld og þægileg lausn þar sem skrúfan er sjálfborandi og flýgur í gegnum pappann og málminn með tilheyrandi tímasparnaði.
Hér er um að ræða nýjung á íslenskum markaði sem við erum mjög spennt fyrir. Kíkið endilega á okkur að Drangahrauni 4 (gengið inn Skútahraunsmegin) og kíkið á þessar nýju skrúfur ásamt öllu hinu þakefninu sem við bjóðum upp á. Það þarf varla að taka það fram að það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ NÝJU SKRÚFUNA