Polyglass Elastoflex sjálflímandi - í fókus
Við erum sérstaklega stolt af því að bjóða upp á Polyglass Elastoflex SA (self adhesive - sjálflímandi) tjörupappann. Eins og nafnið gefur til kynna þá er hann sjálflímandi sem þýðir að ekki þarf að bræða hann á með eldi. Augljósar ástæður fyrir því að nota ekki eld eru m.a. þær að eldhætta minnkar. En að sama skapi eru fjölmargar aðstæður þar sem ekki hentar að nota eld til að bræða pappann á. Sem dæmi má nefna við að leggja undirpappa á yleiningar þar sem hitinn af eldinum skemmir einangrunina í einingunum.
Undirpappinn límist einstaklega vel við nánast allt yfirborð og það er til dæmis hægt að leggja hann beint ofan á einangrun og þegar undirpappinn er kominn er í mörgum tilfellum orðið óhætt að bræða yfirlag á en þó skal alltaf fara að öllu með gát og ráðfæra sig við fagmenn áður en farið er að nota eld. Sjálflímandi pappinn er einnig hentugur fyrir þá sem eru ekki vanir að nota eld við ábræðslu og eru jafnvel smeykir við að nota eld almennt. Sjálflímandi pappinn er ótrúlega þægilegur og einfaldur í notkun. Við mælum þó alltaf með að nota hitabyssu (rafmagns) á samskeyti og kanta til að tryggja vatnsheldnina.
Sjálflímandi pappinn sparar töluverðan tíma eins og meðfylgjandi myndband sýnir:
Við mælum ekki með því að leggja sjálflímandi pappann við hitastig undir 10°C. Langbest er að leggja hann í sólskini þar sem sólin gerir töluvert til að festa pappann enn meira niður. Einnig er hægt að nota sjálflímandi undirpappann á grunnveggi til að auka vatnsheldni töluvert.
Sjálflímandi pappinnn er seldur bæði í heilum rúllum og í metravís. Við gerum tilboð í heil verk og veitum ráðgjöf varðandi allt sem viðkemur þaklögnum. Hafðu samband við sölumenn okkar strax í dag. Kíktu við eða sendu okkur TÖLVUPÓST. Alltaf heitt á könnunni!