Polyglass Elastoflex YEP - Í fókus
Kynntu þér margvíslega kosti Polyglass Elastoflex YEP þakpappa
Elastoflex YEP er þakpappi sem ætlaður er undir hvers kyns klæðningu eins og t.d. bárujárn. Elastoflex YEP var sérstaklega hannaður með íslenskar aðstæður í huga og það voru m.a. íslenskir iðnaðarmenn sem fóru til Ítalíu sérstaklega til að taka þátt í hönnun pappans.
Kostir Elastoflex YEP Þakpappa
- Mjög slitsterkur: Þolir vel álag og rifnar ekki þó eitthvað standi uppúr þegar hannn er lagður.
- Teygjanlegur: Ef þakið hreyfist eða setur sig getur Elastoflex YEP aðlagað sig án þess að skemmast.
- Mjög góð viðloðun: Límist vel við allskyns undirlag og þéttir vel að skrúfum og öðrum festingum
- Sjálflímandi kantar: Auðveldar uppsetningu og tryggir góða vatnsheldni.
- Hægt að leggja langsum: Gerir uppsetningu á hallandi þökum einfaldari og hraðari.
- Gott grip: Sandað yfirborð veitir gott grip við vinnu.
Hvers vegna að velja Elastoflex YEP?
- Ending: Hann er framleiddur til að endast við íslenskar aðstæður.
- Auðveld uppsetning: Sparar tíma og vinnu.
- Hágæða: Framleiddur af þekktum og áreiðanlegum framleiðanda.
- Hagkvæmur: Frábært verð á rúllu (10 m²): 11.900 kr.
Um framleiðandann
Polyglass sem framleiðir Elastoflex YEP þakpappa var stofnað á Ítalíu á sjöunda áratug síðustu aldar af þremur bræðrum sem höfðu frá árinu 1960 unnið við þakklæðningar og framleiðslu þakefna. Polyglass var svo stofnað sem fyrirtæki sem sérhæfir sig í vatnsþéttni (e. waterproofing). Polyglass hafa verið leiðandi í framleiðslu á hvers kyns þakefnum í áratugi en árið 2008 varð fyrirtækið hluti af Mapei Group sem flestir iðnaðarmenn þekkja af gæðum og áreiðanleika.