Polyglass Polyvap Fix P-AL rakasperra – Í fókus

Skoðum Polyvap Fix P-AL rakasperru/rakavarnarlag aðeins nánar.
November 12, 2024
Deila frétt

Polyvap er svokölluð rakasperra (vapour barrier) eða rakavarnarlag og hönnuð sérstaklega til notkunar undir einangrun. Polyvap er mjög sérhæft rakavarnarlag sem framleitt er samkvæmt stöðlum NAT ® tækninnar, sem er nýstárlegt framleiðslukerfi til að stjórna öldrun fjölliðuefniviðar í þessum svokölluðu bikhimnum (tjörupappa). Sem þýðir einfaldlega að með nýrri tækni er búið að lengja líftíma tjörupappans með því að hægja á vandamálum sem áður komu upp þegar pappinn var orðinn gamall.

Sérstakt efni og óofinn PP-frágangur á efri hlutanum sem samanstendur af lagi af áferðarbætandi pólýprópýlentrefjum sem eru formótaðar í filmu, gefur fullunnu vörunni mikið gildi. POLYVAP FIX P-AL er með stöðgaðan pólýester óofinn COMPOSITE burðarefnisþráð sem er lagskiptur með álþynnu og gefur togstyrk í allar áttir, auk þess að hafa góðan endingarstöðugleika og góða vatnsgufu flutningsþolseiginleika. Sem þýðir einfaldlega að álfilman sem er inn í miðjum pappanum, efnið sem er í pappanum og efnið sem er á yfirborðinu gerir það að verkum að raki kemst hvorki upp né niður.

Til að gera mjög langa sögu mjög stutta þá er Polyvap Fix P-AL það rakavarnarlag sem þú notar þegar það á ekkert að klikka!