Stór sending af XPS einangrun á leiðinni

Vinsældir XPS einangrunar hafa aukist umtalsvert undanfarin ár og fleiri og fleiri uppgötvað kosti þeirrar einangrunar fyrir íslenskar aðstæður. Við eigum von á stórri sendingu af XPS einangrun á næstunni í þremur mismunandi þykktum. Næsta sending inniheldur 80mm plötur, 100mm plötur og 120mm plötur (sem hingað til hafa aðeins verið fáanlegar sem sérpöntun). Við eigum 50mm og 100mm á lager eins og er en 80 og 120mm plötur eru uppseldar í bili.
Kostir XPS einangrunar eru margvíslegir:
- Hátt R-gildi: Veitir framúrskarandi hitamótstöðu, sem þýðir að hún minnkar hitatapið og lækkar orkunotkun.
- Vatnsheld: XPS er nánast vatnsheld, sem gerir hana tilvalin kost í röku umhverfi eins og kjallara, grunnveggi og þök.
- Þrýstistyrkur: Hún er mjög sterk og þolir mikinn þrýsting, sem gerir hana hentuga fyrir byggingar þar sem mikið álag er á einangruninni.
- Létt í meðhöndlun: Auðvelt er að skera og móta XPS til að passa í ýmis konar byggingar.
- Endingargóð: XPS er mjög endingargóð og varðveitir einangrunareiginleika sína í áratugi.
- Umhverfisvæn: Framleidd úr endurunnu hráefni og er sjálf ekki skaðleg umhverfinu.
Hjá Þakefnasölu Íslands höfum við alltaf lagt mikla áherslu á að bjóða eingöngu upp á mikil gæði á lægsta mögulega verðinu. Við erum stöðugt á varðbergi og með augun opin fyrir bestu mögulegu kaupunum í þeim vörum sem við bjóðum upp á og erum nú komnir með öflugan birgja í XPS einangrun sem framleiðir fyrir okkur og pakkar á þann hátt sem hagstæðast er að flytja til landsins. Þannig náum við að lækka allan kostnað og getum því boðið upp á gæðavöru á geggjuðu verði.
Leitið til sölumanna okkar með tilboð í XPS einangrun fyrir ykkar verkefni. Við erum með opið frá 7:30 - 17:00 alla virka daga í Drangahrauni 4 Hafnarfirði og erum við símann eða tölvuna ef þú kýst frekar að hafa samband eftir þeim leiðum. Við bjóðum einnig upp á sérpantanir á hinum ýmsu stærðum og gerðum, sérskurði og einangrun með meiri þrýstistyrk eins og t.d. XPS 700 (sem hefur þrýstistyrk um 700 kPa).