Tölum um festingar

Snilldarlausn í festingum!
February 18, 2025
Deila frétt

Ein vinsælasta varan okkar er svokölluð PP-Combi Wood og við bókstaflega mokum henni út. Ástæðan fyrir því að þetta er algjör snilldarvara til þaklagna er sú að þetta er samsett tréskrúfa og skinna, tilbúin til notkunar. Þvílíkur tímasparnaður sem er fólginn í því að þurfa ekki að sitja við og setja saman þúsundir af skrúfum og skinnum, PP-Combi wood kemur samsett og klár í fötum. Og við seljum hana líka í stykkjatali. Skrúfan/skinnan er hönnuð til að festa undirpappa við timbur á mjög fljótlegan og öruggan hátt.

Þar með er samt ekki öll sagan sögð. Við seljum líka algjöra snilldar græju, svokallaða Easytool -Damph eða segulfestingu fyrir skrúfbita. Þessi græja er sérstaklega hönnuð til að nota með PP-combi vörunum. Hér má sjá hvernig græjan er notuð með festingunum (horfðu á myndbandið):

Eins og sjá má er þetta ótrúlega þægileg leið til að festa niður undirpappa eða í raun hvað sem á að festa niður með svona skrúfu/skinnu.

Við eigum einnig til PP-Combi Sandwich Panel sem er samsett skrúfa/skinna sem ætluð er fyrir samloku/yleingar. Svo eigum við auðvitað mikið úrval af allskyns dýflum og skrúfum í hin og þessi verkefni. Kíktu á okkur í Drangahraun 4 í Hafnarfirði og skoðaðu úrvalið af festingum fyrir hitt og þetta. Alltaf heitt á könnunni!