Alltaf eitthvað!
Ný vara á lager - 350mm langur skrúfbiti

Þið ykkar sem þekkið til okkar vitið að við leggjum mikið á okkur að finna trausta framleiðendur/birgja. Á sama tíma reynum við að vera í stöðugu sambandi við greinina til að hlera og afla upplýsinga um hvaða vörur við gætum boðið upp á sem eru ekki til nú þegar. Smátt og smátt bætist í vöruúrvalið hjá okkur og rétt í þessu vorum við að bæta við einu litlu atriði.
Þetta litla atriði sem við vorum að bæta er Torx 25 skrúfbiti sem er 350mm langur. Fyrir buðum við upp á bæði 150mm og 250mm bita.
Framleiðandi bitanna er fyrirtækið EUROFAST sem einnig framleiðir allar skrúfur, skinnur og dýflur sem við bjóðum upp á. Á næstunni munum við kynna stóraukið vöruúrval frá EUROFAST en hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband um fyrirtækið.